Friday 5 July 2013

Púkasögur...

Fyrir þó nokkrum árum sat ég á kaffihúsi og var að krota eitthvað í skyssubók til þess eins að virðast vera svakalega upptekin og un-available fyrir mannleg samskipti. Þá varð til lítil krúttleg fígúra sem ég kalla einfaldlega púka og hefur hann fylgt mér allar götur síðan. Ef ég er með blað og penna, þá verða til púkar. Ósjálfrátt. Ég hef eitthvað fiktað við að teikna púkasögur í tölvunni en ég er ótrúlega lítil tölvu- og tæknimanneskja þannig að þær eru voða plain og bara gerðar í paint. Ég ætla að reyna að vera dugleg að gera fleiri í sumar og sýna ykkur afraksturinn hér.


Þetta er fyrsta púkamyndin sem ég gerði í tölvu... Púki er yfirleytt ekki með munn, né hendur, en það er alveg spurning um að uppfæra það svo að hann geti nú gert eitthvað fleira greyið litla.

Púki fer á djammið..

Einn vatnslitapúki


Jólapúkasaga sem ég gerði fyrir nokkra Grinchy vini mína 


Svo er ein púkamynd í bígerð... Stay tuned! ;)

-Arr Kay BB

1 comment:

  1. LIKE! ;) Flott og hugmyndaríkt og skemmtileg "saga" á bak við uppfinningu þessara púka :)

    ReplyDelete