Friday 5 July 2013

Púkasögur...

Fyrir þó nokkrum árum sat ég á kaffihúsi og var að krota eitthvað í skyssubók til þess eins að virðast vera svakalega upptekin og un-available fyrir mannleg samskipti. Þá varð til lítil krúttleg fígúra sem ég kalla einfaldlega púka og hefur hann fylgt mér allar götur síðan. Ef ég er með blað og penna, þá verða til púkar. Ósjálfrátt. Ég hef eitthvað fiktað við að teikna púkasögur í tölvunni en ég er ótrúlega lítil tölvu- og tæknimanneskja þannig að þær eru voða plain og bara gerðar í paint. Ég ætla að reyna að vera dugleg að gera fleiri í sumar og sýna ykkur afraksturinn hér.


Þetta er fyrsta púkamyndin sem ég gerði í tölvu... Púki er yfirleytt ekki með munn, né hendur, en það er alveg spurning um að uppfæra það svo að hann geti nú gert eitthvað fleira greyið litla.

Púki fer á djammið..

Einn vatnslitapúki


Jólapúkasaga sem ég gerði fyrir nokkra Grinchy vini mína 


Svo er ein púkamynd í bígerð... Stay tuned! ;)

-Arr Kay BB

Wednesday 3 July 2013

Football jerseys

Það er eitthvað heillandi við það þegar flík er tekin úr sínu upprunalega samhengi og stílíseruð á óvæntan hátt. Football jerseys eru gott dæmi um slíkt. Það er hægt að gera svo mörg flott en ólík outfit með einni slíkri.






Þessi er í sérstöku uppáhaldi, statement hálsmen og hvítur blazer er alveg málið við svona treyju

LeHappy að rokka svipað look. Hún er by far uppáhalds tískubloggarinn minn. Stíllinn hennar er fullkomnun!Þið getið fylgst með blogginu hennar hér

Þessi fæst á Romwe.com, sama treyja og er á fyrstu myndinni. Ég held ég verði bara að splæsa á mig einni svona fyrir sumarið, já eða finna svipaða hérna heima þar sem ég er ferlega ósjóuð í að panta föt á netinu. 

-Arr Kay BB





Monday 1 July 2013

Af hverju ekki?

Það fer skelfilega í taugarnar á mér þegar ég fæ svarið: "Af hverju ekki?" þegar ég spyr fólk um eitthvað og ég tel að það sé einungis notað þegar ekkert raunverulegt svar er fyrir hendi. Semsagt, fólk veit ekkert hvað það er að gera eða af hverju. Nú er samt komið að því að eina svarið sem ég hef er afhverju ekki. Svarið við spurningunni sem er: Af hverju ætlar þú að byrja að blogga? æji, þú veist... afhverju ekki?! 
Ég efast um að hér muni birtast svo brjálæðislega stórkostlegar uppgötvanir um tilgang lífsins og alheiminn að þær eigi eftir að  gjörbreyta lífi lesenda. Sennilega ekki. Ég er bara nýútskrifaður bókmenntafræðingur með ódeyjandi ást á góðum bókum, tísku, mörgæsum, blokkflautuleik, Harry Potter og fleira random rugli og þetta blogg verður mín leið til að deila ástríðum mínum, sjálfsáskorunum og ævintýrum lífsins. Njótið! afhverju ekki? ;)
-ArrKayBB